Skólinn
Laugarnesskóli stendur við Kirkjuteig 24 í Reykjavík og er einsetinn grunnskóli fyrir börn í 1.-6. bekk. Einkunnarorð skólans eru lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Skólinn er í útjaðri Laugardalsins og örstutt er í Laugadalslaug, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Grasagarðinn, Laugardalshöll, Laugardalsvöll, skautasvellið og íþróttasvæði Þróttar/Ármanns. Laugarnes- og Laugalækjarskóli mynda saman grunnskóla Laugarneshverfis, annar starfar á barnastigi og hinn á unglingastigi.
Frístundastarf
Frístundaheimilið Laugarsel er fyrir börn í 1.- 2. bekk og safnfrístundin Dalheimar er fyrir börn í 3.- 4. bekk í Laugarnesskóla og Langholtsskóla.
Stjórnendur
Skólastjóri er Björn Gunnlaugsson
Aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri í 1. og 2. bekk er María Guðmundsdóttir
Deildarstjóri stoðþjónustu er Erla Baldvinsdóttir
Deildarstjóri 3.-6. bekk er Sesselja Ósk Vignisdóttir
Skólastarfið
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Laugarnesskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
- Starfsáætlun Laugarnesskóla 2024-2025
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf í Laugarnesskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi.
- Skólanámskrá Laugarnesskóla
Skólaráð
Vantar
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.
Skólareglur
Í Laugarnesskóla er lögð áhersla á samvinnu allra sem þar starfa við að byggja upp jákvæðan starfsanda og
leysa ágreining friðsamlega, af umburðarlyndi og virðingu við alla. Undanfarin ár hefur verið innleitt
heildstætt agakerfi PBS, sem miðar að því að allir starfsmenn skólans komi að mótun og viðhaldi æskilegri
hegðun í skólanum. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að hver og einn virði náunga sinn sem sjálfan
sig og trufli ekki aðra við vinnu sína.
- Skólareglur Laugarnesskóla
Mat á skólastarfi
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.
Skólahverfi
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Laugarnesskóla.